12. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 2. nóvember 2023 kl. 09:03


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:18
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:21
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:03
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:03
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:03
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:03
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:03

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Orri Páll Jóhannsson og Ingibjörg Isaksen boðuðu forföll.
Andrés Ingi Jónsson vék af fundi kl. 11:00.
Njáll Trausti Friðbertsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Brynjar Páll Jóhannesson

Halla Signý Kristjánsdóttir stýrði fundi til kl. 09:18 þegar formaður tók við fundarstjórn.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:47
Fundargerðir 10. og 11. fundar voru samþykktar.

2) 183. mál - skipulagslög Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málin og fékk á sinn fund Ernu Hrönn Geirsdóttur og Björn Axelsson frá Reykjavíkurborg og Kristínu Ólafsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Þá fékk nefndin á sinn fund Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur og Bjartmar Stein Guðjónsson frá Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Kjartan Þór Ingason og Bergþór Heimir Þórðarson frá ÖBÍ réttindasamtökum.

3) 205. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Val Árnason og Ottó V. Winther frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.

Þá komu Guðni Már Grétarsson og Matthildur Sveinsdóttir frá Neytendastofu.

4) Beiðni um umsögn um 234. mál frá allsherjar- og menntamálanefnd Kl. 10:55
Nefndin ræddi málið.

5) 180. mál - vaktstöð siglinga Kl. 10:51
Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál Kl. 11:42
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:42